Reglur hertar umtalsvert

AFP

Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, hefur tilkynnt hertar aðgerðir um allt land vegna fjölgunar kórónuveirusmita á Ítalíu undanfarna daga. Nýjar reglur mæta mikilli andstöðu meðal héraðsstjórna og eins hefur verið mótmælt á götum úti.

Kvikmyndahúsum, leikhúsum. líkamsræktarstöðvum og sundlaugum verður lokað frá og með morgundeginum, mánudegi. Aftur á móti mega veitingahús og barir afgreiða viðskiptavini til klukkan 18.

Ítalía er fyrsta land Evrópu, samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar, þar sem öllum landsmönnum er gert að halda sig heima. Um 20 þúsund ný smit voru staðfest þar í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert