Dauðsföll ekki fleiri síðan í maí

Sóttvarnareglum hefur víða verið mótmælt á Ítalíu.
Sóttvarnareglum hefur víða verið mótmælt á Ítalíu. AFP

Alls lést 221 af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu í gær en dauðsföll af völdum hennar hafa ekki verið fleiri þar í landi frá því um miðjan maí. Þá voru 21.944 ný smit staðfest í gær.

Héruðin sem hafa orðið verst út úr annarri bylgju faraldursins eru Langbarðaland, Campania og Peidmont.

Fólki á spítala með veiruna fjölgaði um 958 og alls eru nú 13.955 á spítala. Af þeim eru 1.411 á gjörgæslu.

Fjöldi fólks hefur hópast út á götur í borgum og mótmælt nýjum sóttvarnareglum. Samkvæmt þeim er börum og veitingastöðum meðal annars gert að loka klukkan 18:00 og þá hafa mörg héruð sett á útgöngubann að næturlagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert