Hið minnsta fjórir látnir eftir að skip sökk við Dunkirk

Frá björgunaraðgerðunum sem standa nú yfir við Dunkirk.
Frá björgunaraðgerðunum sem standa nú yfir við Dunkirk. AFP

Tveir fullorðnir og tvö börn létust þegar skip sem flutti farandverkafólk sökk nærri Dunkirk í Frakklandi. 

Fram kemur á BBC að björgunaraðgerðir hófust fyrr í dag eftir að skipið tók að sökkva. 

Tvö börn, fimm og átta ára að aldri, og tveir fullorðnir, karl og kona, eru látin. Fimmtán hafa verið fluttir á sjúkrahús. Björgunaraðgerðir eru yfirstandandi úti fyrir strönd Dunkirk. 

Ofsaverður er á Ermarsundi og aðstæður til björgunar erfiðar. Fjögur frönsk björgunarskip, belgísk leitarþyrla og franskur togari hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum í dag. 

Yfir 7.400 farandverkamenn hafa komið til Bretlands á minni skipum yfir Ermarsund það sem af er ári. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert