Útgöngubann í Frakklandi

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti um hertar aðgerðir í landinu vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Útgöngubann tekur gildi á föstudag og gildir það út nóvember.

Þetta var meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi forsetans í kvöld.

Hann sagði enn fremur að staðan yrði endurskoðuð að fimmtán dögum liðnum og að slakað yrði á aðgerðum þegar dagleg smit verða færri en fimm þúsund. Smitin voru 36 þúsund síðasta sólarhring.

Fólk þarf sérstakt leyfi til að yfirgefa heimili sín og má ekki fara milli héraða. Eingöngu má yfirgefa heimili sitt til að versla í matinn eða leita læknis. Enn fremur verður leyfilegt að hreyfa sig í klukkustund utandyra.

Skólar verða opnir áfram en hvatt verði til fjar­náms fyr­ir eldri börn og há­skóla­nem­end­ur.

Alls létust 523 síðasta sólarhringinn vegna kórónuveirunnar í Frakklandi en dauðsföll hafa ekki verið fleiri síðan í apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert