WHO: Útgöngubann algjört neyðarúrræði

Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu.
Hans Kluge, svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu. AFP

Evrópuútibú Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir að útgöngubann á landsvísu ættu aðeins að vera notuð sem neyðarúrræði þegar allt annað hefur brugðist. Þetta segir í yfirlýsingu frá stofnuninni sem gefin var út eftir fund heilbrigðisráðherra Evrópulanda í morgun.

Þótt útbreiddar lokanir í samfélaginu dragi úr samfélagssmiti og gefi heilbrigðiskerfinu þarft svigrúm til að ná sér, þá fylgi þeim einnig gríðarlegur kostnaður, segir Hans Kluge, svæðisstjóri Evrópudeildarinnar.

Ókostir mjög harðra aðgerða séu slæm geðheilsa, aukið heimilisofbeldi og tjón í hagkerfinu. „Að þessu gefnu, lítum við svo á að útgöngubann á landsvísu sé neyðarúrræði því með því sé litið fram hjá öðrum möguleikum sem í boði eru til að fá alla til þátttöku í einföldum og markvissum aðgerðum.“ 

Í yfirlýsingunni er bent á að Evrópa sé nú á ný miðpunktur kórónuveirufaraldursins í heiminum. Tilfellum hefur fjölgað hratt um alla álfu síðustu vikur, og hefur Evrópa á ný tekið fram úr Bandaríkjunum sé litið til fjölda nýrra tilfella á degi hverjum. Metfjöldi tilfella greindist í Evrópu í liðinni viku.

mbl.is