Myndskeið sem sýna eyðileggingu í Tyrklandi, af völdum sterks jarðskjálfta sem varð undan vesturströnd landsins um klukkan 11.50 fyrir hádegi að íslenskum tíma, eru farin í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Þau sýna meðal annars byggingar hrynja og það sem virðist vera flóðbylgja og aðdragandi hennar á vesturströndinni.
Flest virðast myndskeiðin koma frá tyrknesku hafnarborginni Izmir og hafnarbænum Sığacık.