Sendur í leyfi fyrir að sýna nemendum Múhammeð

Frá minningarathöfn um franska kennarann Samuel Paty á Lýðveldistorginu í …
Frá minningarathöfn um franska kennarann Samuel Paty á Lýðveldistorginu í París. AFP

Kennari í Brussel hefur verið sendur í leyfi eftir að hann sýndi nemendum sínum myndir af Múhammeð spámanni er hann ræddi við nemendur um franskan kennara, sem var myrtur fyrir að gera slíkt hið saman.

Skólayfirvöld í hverfinu Molenbeek segja að ekki haft skipt máli að myndirnar sýndu Múhammeð; myndirnar hafi verið óviðurkvæmilegar og að kennarinn hefði verið rekinn þótt myndefnið hefði verið einhver annar.

Á myndunum var spámaðurinn ber að neðan og kynfærin sýnileg. Nemendurnir voru á aldrinum tíu til ellefu ára og kvörtuðu tveir til þrír foreldrar, að því er AFP hefur eftir talsmanni skólayfirvalda. Myndirnar voru upphaflega birtar í franska tímaritinu Charlie Hebdo, en tólf létust þegar ráðist var inn á skrifstofur tímaritsins árið 2015.

mbl.is