Grunaður árásarmaður handtekinn

Strákur með hrekkjavökugrímu á höfðinu á leið framhjá vettvangi glæpsins.
Strákur með hrekkjavökugrímu á höfðinu á leið framhjá vettvangi glæpsins. AFP

Franska lögreglan hefur handtekið þann sem er grunaður um að hafa sært prest grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í skotárás í borginni Lyon.

Saksóknarinn Nicolas Jacquet greindi frá þessu.

Presturinn heitir Nikolaos Kakavelaki og er 52 ára. Hann var að loka kirkju sinni þegar ráðist var hann. Presturinn liggur núna á sjúkrahúsi og er ástand hans alvarlegt.

Franskir hermenn á vettvangi.
Franskir hermenn á vettvangi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert