Mánaðarlangt útgöngubann í Bretlandi

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að tilkynna síðar í dag um mánaðarlangt útgöngubann í landinu.

Yfir ein milljón Breta hefur smitast af kórónuveirunni.

Verslunum verður lokað sem ekki þurfa nauðsynlega að vera opnar og þjónusta verður lögð niður sem ekki telst nauðsynleg, segja heimildarmenn BBC.

Ólíkt þeim takmörkunum sem voru í gangi í Bretlandi í vor verður skólum og háskólum haldið opnum í þetta sinn.  

mbl.is