Prestur alvarlega særður eftir skotárás

Lögreglumenn á vettvangi í Lyon.
Lögreglumenn á vettvangi í Lyon. AFP

Árásarmaður vopnaður afsagaðri haglabyssu særði prest rétttrúnaðarkirkjunnar í skotárás í frönsku borginni Lyon.

Maðurinn flúði af vettvangi, að sögn heimildarmanns innan lögreglunnar.

Presturinn, sem er fæddur í Grikklandi, var að loka kirkjunni sinni þegar árásin varð. Ástand hans er alvarlegt, að sögn heimildarmannsins.

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina