Ríki íslams lýsir ábyrgð á árásinni í Vín

Stólar og borð á veitingastað í Vín eftir árásina í …
Stólar og borð á veitingastað í Vín eftir árásina í gærkvöldi. AFP

Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á skotárásinni í Vín í gær. Í yfirlýsingu segir að hermaður kalífadæmisins sé ábyrgur fyrir árásinni.

Eins og fram hefur komið létust fjórir auk þess sem 22 særðust en fregnir bárust af skothríð á fólk á sex mismunandi stöðum í miðborginni í gær.

Einn af þeim grunuðu var tvítugur liðsmaður Ríkis íslams. Hann var skotinn til bana af lögreglu. Lögreglan hefur gefið upp að hann hafi verið af austurrískum og makedónskum uppruna en hann var dæmdur fyrir það í apríl síðastliðnum að hafa reynt að ferðast til Sýrlands, að sögn Karls Nehammers, innanríkisráðherra Austurríkis.

Sagt er að lögregla leiti fleiri árásarmanna og hafa 14 hafa verið handteknir vegna málsins. Enn hafa þó ekki borist staðfestar fregnir af því að árásarmennirnir séu fleiri en sá sem skotinn var til bana.  

Fréttin hefur verið uppfærð 

mbl.is