Biden ávarpaði bandarísku þjóðina

Joe Biden ávarpar bandarísku þjóðina klukkan 01:00 að íslenskum tíma.
Joe Biden ávarpar bandarísku þjóðina klukkan 01:00 að íslenskum tíma. AFP

Joe Biden mun ávarpa bandarísku þjóðina klukkan 20:00 að staðartíma í Chase Center í Wilmington í Delaware, heimaríki sínu, á eftir en það er klukkan 01:00 að íslenskum tíma. Varaforsetaefni Bidens, Kamala Harris, mun einnig flytja ávarp á eftir.

Fyrr í dag lýstu allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna yfir sigri Bidens í forsetakosningum þar vestanhafs. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu hér að neðan. 

Eftir að tilkynnt var um sigur Bidens brutust út mikil fagnaðarlæti víða í Bandaríkjunum og safnaðist fólk meðal annars saman fyrir utan Hvíta húsið. 

Í desember munu kjörmenn koma saman og kjósa forseta formlega og er embættistaka svo 20. janúar.

Donald Trump, sitjandi forseti, hefur enn ekki viðurkennt ósigur og hefur Rudy Giuli­an­i, lögmaður Trumps, boðað málaferli vegna kosninganna á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert