Pútín bíður með heillaóskir

Donald Trump og Vladimír Pútín.
Donald Trump og Vladimír Pútín. AFP

Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, ætlar að bíða eftir að opinber tilkynning berist um niðurstöðu bandarísku forsetakosninganna áður en hann óskar sigurvegaranum til hamingju. 

Talsmaður forsetaembættisins, Dmitrí Peskov, greindi frá þessu í dag. „Við teljum rétt að bíða eftir að opinber niðurstaða liggi fyrir. Ég vil minna ykkur á að Pútín forseti hefur ítrekað sagt að hann muni virða val bandarísku þjóðarinnar.

Margir þjóðarleiðtogar hafa óskað Joe Biden til hamingju eftir að hann náði óyfirstíganlegri forystu í kapphlaupinu um forsetaembættið. Donald Trump sitjandi forseti hefur ekki viljað staðfesta ósigur og segir að um kosningasvindl sé að ræða.

mbl.is