Biden tryggði sér sigur í Arizona

Joe Biden fékk fleiri atkvæði í Arizona en Donald Trump.
Joe Biden fékk fleiri atkvæði í Arizona en Donald Trump. AFP

Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, fór með sigur af hólmi í Arizona að því er fram kom í fréttum helstu sjónvarpsstöðva vestanhafs. Það tryggir honum 11 kjörmenn í ríkinu. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1996 sem frambjóðandi demókrata hefur betur í forsetakosningum í Arizona. 

NBC, CBS, ABC og CNN lýstu Biden sigurvegara í Arizona en afar mjótt er á munum, rúmlega 11 þúsund atkvæði skilja frambjóðendurna að.

Bæði Fox News og Associated Press höfðu lýst Biden sigurvegara í Arizona strax að kvöldi kjördags en aðrir fjölmiðlar héldu að sér höndum þangað til í gær, níu dögum síðar.

Sigur í Arizona þýðir að Biden er með 290 kjörmenn en Donald Trump er með 217. Til þess að ná kjöri þarf 270 kjörmenn. Þrátt fyrir að Biden hafi verið lýstur sigurvegari kosninganna á laugardag neitar Trump að játa sig sigraðan og heldur ásökunum um kosningasvindl áfram Enn á eftir að lýsa sigurvegara í Norður-Karólínu og Georgíu. 

Bill Clinton var síðasti demókratinn til þess að sigra í forsetakosningum í Arizona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert