Sprengjum varpað á flugvöll í Erítreu

Öryggissveitir Eþíópíu eiga nú í átökum við hermenn Tigray-héraðsins í …
Öryggissveitir Eþíópíu eiga nú í átökum við hermenn Tigray-héraðsins í landinu. AFP

Sprengjum var varpað á flugvöll Asmara, höfuðborgar Eritreu, í nótt. Leiðtogi Tigray-héraðs í Eþíópíu lýsti yfir ábyrgð á sprengjuárásinni, en svæðin tvö hafa átt í átökum í nokkurn tíma.

Diplómatar sögðu AFP-fréttaveitunni að sprengjum hefði rignt yfir borgina í nótt og óttuðust að ófriðurinn myndi stigmagnast á milli ríkjanna.

Forsætisráðherra Eþíópíu, Abiy Ahmed, tilkynnti það 4. nóvember að hann hefði fyrirskipað hernaðaraðgerðir í Tigray sem stigmagnaði deilurnar sem ríkisstjórnin hefur átt í við leiðtoga héraðsins.

Forsætisráðherra Eþíópíu, Abiy Ahmed, tekur við friðarverðlaunum Nóbels í fyrra.
Forsætisráðherra Eþíópíu, Abiy Ahmed, tekur við friðarverðlaunum Nóbels í fyrra. AFP

Forsetinn sagði aðgerðirnar „ganga vel“ og að Eþíópía myndi „sigra“ án utanaðkomandi hjálpar, en Tigray-liðar hafa sakað ríkisstjórn Abiy um að ráða hermenn frá Eritreu til að aðstoða við stríð fylkinganna tveggja.

„Eþíópískar hersveitir hafa verið að nota flugvöllinn í Asmara, sem gerir hann að réttmætu skotmarki fyrir okkur,“ sagði Debretsion Gebremichael, leiðtogi Tigray-héraðsins.

Abiy Ahmed komst til valda árið 2018 og hefur síðan þá reynt að stilla til friðar á milli Eþíópíu og Erítreu, en hann hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir baráttu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert