Jóta náði landi í Níkaragva

Fellibylurinn Jóta olli mikilli eyðileggingu í norðaust­ur­hluta Ník­aragva eftir að …
Fellibylurinn Jóta olli mikilli eyðileggingu í norðaust­ur­hluta Ník­aragva eftir að hann náði landi. AFP

Fellibylurinn Jóta náði landi á Níkaragva í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að annar hitabeltisstormur olli þar mikilli eyðileggingu. 

Bandaríska fellibyljamiðstöðin segir að Jóta hafi farið yfir strendur Níkaragva á mánudagskvöld. Jóta var fimmta stigs fellibylur en veiklaðist við Níkaragva og er nú fjórða stigs fellibylur. Um er að ræða öflugasta fellibyl á svæðinu hingað til á árinu. 

Yfirvöld á Hondúras, Gvatemala og Níkaragva hafa fyrirskipað íbúum á ákveðnum svæðum að yfirgefa heimili sín vegna Jóta. 

Felli­byl­ur­inn er nefnd­ur eft­ir gríska bók­stafn­um jóta (e. iota), þeim tí­unda í gríska staf­róf­inu, en til gríska staf­rófs­ins grípa veður­fræðing­ar þegar þeir hafa þegar notað alla bók­stafi lat­neska staf­rófs­ins það árið.

Aðeins eru tvær vik­ur frá því felli­byl­ur­inn Eta (nefnd­ur eft­ir átt­unda staf gríska staf­rófs­ins) gekk yfir Mið-Am­er­íku og létu 200 manns lífið. Verst úti varð héraðið Alta Verpaz í Gvatemala, þar sem tug­ir aur­skriðna hrifu með sér tugi húsa og um hundrað manns lét­ust. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert