Segist ekki hafa viljað 2,7 milljónir á dag

Rudy Giuliani á blaðamannafundi 7. nóvember.
Rudy Giuliani á blaðamannafundi 7. nóvember. AFP

Rudy Giuliani, lögfræðingur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur vísað á bug fregnum um að hann hafi farið fram á 20 þúsund dollara á dag, eða um 2,7 milljónir króna, fyrir lögfræðiráðgjöf sína vegna kosningaferðar forsetans.

Fram kom í The New York Times að Giuliani hafi farið fram á þessa upphæð, samkvæmt mörgum heimildarmönnum blaðsins. Þar kom einnig fram að sumir samherjar Trumps hafi lýst yfir áhyggjum af því að Giuliani hafi viljað kæra kosningarúrslit í þó nokkrum ríkjum til að þéna meiri peninga.

Þegar blaðið hafði samband við Giuliani vísaði hann þessu á bug. „Ég bað aldrei um 20 þúsund dollara,“ sagði hann. „Fyrirkomulagið er að við finnum út úr þessu síðar meir.“

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Heimildarmenn sögðu NY Times að Giuliani, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York, hafi sannfært Trump um að trúa ýmsum samsæriskenningum um bresti í kosningakerfinu.

Trump hefur enn ekki lýst yfir ósigri í kosningunum þrátt fyrir að Joe Biden hafi verið lýstur sigurvegari 7. nóvember eftir að hafa aukið forskot sitt á Trump í þó nokkrum lykilríkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert