Mótefni í mörg ár í líkamanum

Heilbrigðisstarfsmaður að störfum í Covid-hlífðarbúningi.
Heilbrigðisstarfsmaður að störfum í Covid-hlífðarbúningi. AFP

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að mótefni hjá þeim sem hafa fengið kórónuveiruna sitja áfram í líkamanum í langan tíma.

Mótefni gegna lykilhlutverki í ónæmiskerfinu og hindra að veiran komist inn í frumur líkamans.

Átta mánuðum eftir að hafa smitast voru flestir með nægilega mikið mótefni í líkamanum til að halda aftur af veirunni og koma í veg fyrir frekari veikindi, að því er kemur fram í niðurstöðunum, samkvæmt The New York Times.

Miðað við hversu mótefnin minnkuðu lítið í líkamanum með tímanum eru líkur taldar á því að þau haldist í líkamanum í mörg ár. 

Ein umfangsmesta rannsóknin

Rannsóknin var birt á netinu en hefur ekki verið rýnd af öðrum vísindamönnum. Sömuleiðis hefur hún ekki verið birt í vísindatímariti. Þrátt fyrir það er þetta umfangsmesta rannsóknin á mótefnum við kórónuveirunni til þessa.

Líklegt er að sérfræðingar sem hafa óttast að ónæmi við veirunni dugi ekki lengi muni fagna niðurstöðunum. Þær eru í takt við aðra nýlega uppgötvun, eða að þeir sem smituðust af SARS-veirunni á sínum tíma eru enn með mótefni í líkamanum 17 árum eftir að þeir jöfnuðu sig af veikindunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert