„Tuskulegt“ tré í takt við árið

Trénu var komið fyrir á sínum stað um helgina.
Trénu var komið fyrir á sínum stað um helgina. AFP

Jólatréð á Rocke­fell­er-torgi í New York þykir í takt við árið 2020 en ýmsir hafa látið í ljós skoðun sína á risastóru trénu á samfélagsmiðlum.

Trénu, sem er 23 metra hátt, var komið fyrir á sínum stað á laugardag.

Gert er ráð fyrir því að það verði skreytt á næstu vikum og ljósin kveikt við eins hátíðlega athöfn og kórónuveirufaraldurinn leyfir í næsta mánuði. 

Einhverjir samfélagsmiðlanotendur hafa bent á að tréð minni á allt sem gengið hafi á undanfarna mánuði. Tré hafi til að mynda oft verið þéttari.

„Tréð við Rockefeller virðist hafa gengið í gegnum ýmislegt á árinu, eins og flestir,“ skrifaði einn notandi á Twitter.mbl.is