30 milljarðar til aðstoðar flóttamönnum

Eþíópískir flóttamenn í flóttamannabúðum í austurhluta Súdans í gær.
Eþíópískir flóttamenn í flóttamannabúðum í austurhluta Súdans í gær. AFP

Þörf er á um 200 milljónum dollara, eða tæpum 30 milljörðum króna, til að útvega þúsundum flóttamanna aðstoð sem hafa streymt til Súdans frá Eþíópíu þar sem átök hafa verið upp á síðkastið. Þetta segja starfsmenn Sameinuðu þjóðanna.

Nú þegar hafa yfir 30 þúsund manns farið yfir landamærin. Sameinuðu þjóðirnar búast við því að allt að 200 þúsund manns muni flýja átökin í Eþíópíu á næstu sex mánuðum.

Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fyrirskipaði árásir á Tigray-héraðið í norðurhluta landsins 4. nóvember með það að markmiði að steypa valdamesta flokki héraðsins, TPLF, af stóli. Hann sakar flokkinn um að reyna að grafa undan ríkisstjórn hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert