Fjöldi særðra í skotárás í verslunarmiðstöð

Lögreglustjóri í Milwaukee.
Lögreglustjóri í Milwaukee. AFP

Skotárás var gerð í verslunarmiðstöðinni Mayfair Mall í Wauwatosa nærri Milwaukee í Bandaríkjunum rétt í þessu. Fjöldi fólks mun hafa særst í árásinni, en lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári árásarmannsins. CNN segir frá

Bæjarstjóri Wauwatosa, Dennis McBride, segir við CNN að þrátt fyrir mikinn fjölda særðra virðist enginn vera í lífshættu. Þá sagði McBride að árásarmaðurinn væri ekki fundinn en 75 lögregluþjónar séu á vettvangi árásarinnar.

Uppfært kl. 01:00, 21. nóvember: Staðfest hefur verið að átta manns hið minnsta hafi særst og verið fluttir á sjúkrahús. Áverkar þeirra eru ekki alvarlegir. Árásarmaðurinn hefur ekki enn verið handtekinn.
mbl.is