Gefa íbúum Wuhan 30 þúsund lömb

Trukkarnir sem fluttu lömbin.
Trukkarnir sem fluttu lömbin.

Fyrsta sending lamba frá Mongólíu barst til Wuhan í Kína í gær. Alls er um að ræða 11.267 lömb, en Mongólía mun senda samtals 30 þúsund lömb til borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðamönnum í Hubei-héraði þar sem Wuhan er staðsett. 

Wuhan-borg varð illa úti í kórónuveirufaraldrinum, en talið er að veiran eigi rætur að rekja til borgarinnar. Stjórnvöld í Mongólíu ákvaðu í kjölfarið að senda gjöf til Wuhan, en með þessu vilja þau koma á framfæri kveðjum til borgarbúa. 

Ákveðið hefur verið að framlínufólk og fjölskyldur þeirra muni eignast lömbin. Er það gert til að þakka þeim fyrir vel unnin störf í faraldrinum. Þá verður fjölskyldum þeirra framlínufólks sem lést í faraldrinum gefið lamb. 

Lömbin voru flutt með vörubílum milli landanna.
Lömbin voru flutt með vörubílum milli landanna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert