Jólatré eru nauðsynjavara

Verslanir verða væntanlega opnaðar að nýju í Frakklandi um mánaðamótin en nú eru aðeins verslanir sem selja nauðsynjavöru eða lyfjaverslanir opnar. Jólatré teljast nauðsynjavara og því er byrjað að selja jólatré í Frakklandi.

Von er á nýjum upplýsingum varðandi framhaldið í Frakklandi á þriðjudag er Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ávarpar þjóð sína.

Sóttvarnareglur voru hertar mjög til muna í október og hefur nýjum smitum fækkað um 40% á milli vikna og eins hefur dregið talsvert úr innlögnum á sjúkrahús undanfarna daga.

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, mun á mánudag staðfesta að lokun fyrirtækja og aðrar harðar sóttvarnaráðstafanir muni taka endi 2. desember á Englandi. Aftur verður tekið upp þriggja þrepa kerfi þar sem svæðum er skipt upp í þrjú stig eftir því hver staðar er á viðkomandi stað og gripið til ráðstafana í samræmi við það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert