190 þúsund kjúklingum slátrað vegna fuglaflensu

Fuglaflensa hefur greinst í Hollandi, Danmörku og Þýskalandi.
Fuglaflensa hefur greinst í Hollandi, Danmörku og Þýskalandi. AFP

Hollensk yfirvöld hafa látið slátra 190 þúsund kjúklingum eftir að bráðsmitandi fuglaflensa greindist á tveimur kjúklingabúum í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneyti Hollands.

Alls var 100 þúsund hænum slátrað í Hekendorp fyrir utan Gouda á meðan 90 þúsund kjúklingum var slátrað í Witmarsum, í norðurhluta Fríslands. Búin voru síðan sótthreinsuð til að koma í veg fyrir frekari smit. 

Í báðum tilvikum var um bráðsmitandi afbrigði H5 fuglaflensunnar að ræða. Ekki eru önnur kjúklingabú nálægt þessum tveimur. Nokkur kjúklingaflensusmit hafa komið upp í Hollandi undanfarinn mánuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert