Bóluefni mun kosta undir 5.000 kr.

Bandaríska fyrirtækið Moderna bindur vonir við að bóluefnið geti unnið …
Bandaríska fyrirtækið Moderna bindur vonir við að bóluefnið geti unnið bug á veirunni. AFP

Lyfjafyrirtækið Moderna mun rukka á bilinu 25 til 37 dali á hvern skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni. Það er um 3.300 til 5.000 krónur.  Fer verðið eftir fjölda skammta en veittur verður magnafsláttur af kaupunum. Þetta segir Stephane Bancel, forstjóri fyrirtækisins. 

Segir hún að verð bóluefnisins sé í samræmi við verð hefðbundinnar flensusprautu. „Þetta kostar í raun mjög svipað og bólusetning við flensu. Verðið á henni hefur verið frá 10 dölum upp í 50,“ segir Stephane.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Evrópusambandið ætti í viðræðum við Moderna um kaup á skömmtum. Þá bárust sömuleiðis fréttir af því að sambandið vildi helst greiða undir 25 dölum á hvern skammt. 

Að sögn Stephane má ráðgera að samningar náist á næstu dögum. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt. Við viljum hins vegar flytja bóluefnið til Evrópu og viðræður hafa gengið vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert