Farþegarnir komnir í land

Viking Grace strandaði í gær.
Viking Grace strandaði í gær. AFP

Byrjað var að ferja farþega frá borði  finnsku ferjunnar Viking Grace um 9 leytið í morgun að staðartíma, klukkan 8 að íslenskum tíma. Vel gengur að koma farþegunum og áhöfn, alls tæplega 400 manns, frá borði samkvæmt frétt sænska ríkissjónvarpsins. Fastlega er búist við að þeir verði allir komnir frá borði fljótlega.

Líkt og greint var frá á mbl.is í gær strandaði ferjan, sem er í eiguferju­út­gerðar­inn­ar Vik­ing Line, með rúm­lega 300 farþega og 98 manna áhöfn við Mariehamn á Álands­eyj­um klukk­an 13:15 í gær að skandi­nav­ísk­um tíma, 12:15 á Íslandi.

Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli strandinu en mjög hvasst var á þessum slóðum. Ekki kom leki að ferjunni og væsti ekki um farþega og áhöfn um borð í nótt. Alls var 331 farþegi um borð í ferjunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert