Funda með ónafngreindum ráðamanni

Keith Krach er hæstsetti bandaríski stjórnmálamaðurinn til að sækja Taipei …
Keith Krach er hæstsetti bandaríski stjórnmálamaðurinn til að sækja Taipei heim undanfarin 40 ár. Það gerði hann fyrr á árinu, en ríkin hafa átt í viðræðum um fríverslunarsamning. Hann gegnir embætti aðstoðarráðherra umhverfis- og orkumála. AFP

Bandarískur embættismaður fundar nú með yfirvöldum í Taívan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þar í landi. Í svari við fyrirspurnum segir að ekki verði gefið upp hvaða embættismaður er þar á ferðinni. 

Sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborg landsins, Taipei, hefur neitað að gefa út yfirlýsingu vegna málsins. Óvíst er hver tilgangur fundarins er, en líklegt er að efni hans varði viðskipti milli Bandaríkjanna og Taívan. 

Síðast þegar ráðamenn í Taívan funduðu með bandarískum embættismönnum var kínverskum herþotum flogið skammt frá eyjunni. Er það sökum þess að Kína hefur ávallt litið á ríkið sem órjúfanlegan hluta af Kína. Ríkið hefur þó í raun verið sjálfstætt frá árinu 1949.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert