Fyrstu bólusetningar 11. desember

Unnið að framleiðslu bóluefnis.
Unnið að framleiðslu bóluefnis. AFP

Ef fram heldur sem horfir munu fyrstu Bandaríkjamennirnir verða bólusettir við kórónuveirunni 11. desember nk. Þetta sagði Dr. Moncef Slaoui, yfirmaður bólusetningarteymis Hvíta hússins, í viðtali við CNN fyrr í dag. 

Í viðtalinu kom sömuleiðis fram að áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir að það myndi taka um sólarhring að flytja bóluefnið til ríkja Bandaríkjanna. Þannig ættu allar nauðsynlegar stofnanir að fá bóluefni innan 24 klukkustunda frá því að samþykki liggur fyrir. 

Banda­ríska lyfja­eft­ir­litið kemur saman 10. desember nk., en búast má við að bóluefnið fari af stað í dreifingu einum til tveimur dögum síðar. Nú þegar liggur fyrir virkni tveggja bóluefna, annars vegar frá Moderna og hins vegar frá Pfizer og BioNTech. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert