Kröfu Trump vísað frá

Jill og Joe Biden verða næstu forsetahjón Bandaríkjanna.
Jill og Joe Biden verða næstu forsetahjón Bandaríkjanna. AFP

Dómari í Pennsylvaníu hefur vísað frá kröfu frá kosningaskrifstofu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að ógilda milljónir póstatkvæða í ríkinu.

Krafan byggði á því að um misfellur hafi verið að ræða varðandi atkvæðinn en dómarinn sem tók kröfuna fyrir, Matthew Brann, segir að krafan sé tilhæfulaus. Þetta þýðir að fátt getur komið í veg fyrir að ríkið geti lýst Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum sem fram fóru 3. nóvember. Biden fékk yfir 80 þúsund fleiri atkvæði í Pennsylvaníu en Trump.

Trump hefur neitað að viðurkenna ósigur sinn og segir þetta byggja á víðtæku kosningasvindli án þess að hafa getað lagt fram neinar sönnur á fullyrðingar sínar. 

Biden fékk 306 kjörmenn kjörna en Trump 232. Til þess að vera kjörinn forseti þarf 270 kjörmenn.  

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert