Ríkisstjóri Kaliforníu biðst afsökunar

Gavin Newsom.
Gavin Newsom. AFP

Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni í liðinni viku.  Ríkisstjórinn var gripinn í afmælisveislu vinar hans í Napa-sýslu norðan við San Francisco, en myndir náðust af atvikinu. 

Strangar reglur eru nú í gildi í Kaliforníu sökum faraldurs kórónuveiru. Segir Gavin að vinur hans hafi átt 50 ára afmæli og því hafi hann ákveðið að koma við í veislunni. Það hafi hins vegar verið mistök. 

„Fyrir nokkrum vikum var mér boðið í afmælisveislu. Þetta var hjá vini mínum sem ég hef þekkt í tuttugu ár. Veisluhöld hófust klukkan fjögur og setið var úti. Í stað þess að setjast niður hefði ég átt að sleppa því og keyra til heima til mín,“ var haft eftir Gavin, en hann hefur sagt að atvikið verði honum dýrmætur lærdómur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert