Vistmorð varði allt að tíu ára fangelsi

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP

Alvarlegar vísvitandi skemmdarverk á umhverfi munu varða allt að tíu ára fangelsi samkvæmt nýjum lögum um vistmorð (fr. écocide) sem franska ríkisstjórnin kynnti í dag og verða lögð fyrir þingið.

Lögin voru meðal þess sem lagt var til á þjóðfundur um umhverfismál, sem stjórnvöld boðuðu til á síðasta ári, þar sem 150 almennir borgarar ræddu umhverfismál og lögðu fram hugmyndir.

„Við ætum að skilgreina almenn losunarbrot,“ segir Eric Dupont-Moretti, dómsmálaráðherra. „Refsingin verður í samræmi við ásetning þess brotlega.“ Markmiðið væri er að brotamaður þurfi að greiða allt að tífalt það sem hann hefði hagnast á brotunum.

Þá munu Frakkar skilgreina „ógn við umhverfi“ sérstaklega í lögum sínum, en samkvæmt þeim heta hugsanlegir brotamenn verið sektaðir jafnvel áður en þær framkvæma verknaðinn.

Alls voru 149 tillögur lagðar fram á þjóðfundinum, en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur boðað að stjórnvöld muni framkvæma 146 þeirra. 

mbl.is