Réttað yfir Sarkozy í spillingarmáli

Nicolas Sarkozy á leiðinni í réttarsal í París í dag.
Nicolas Sarkozy á leiðinni í réttarsal í París í dag. AFP

Fyrrverandi forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, mætti fyrir dómara í dag vegna ákæru um að hafa reynt að múta dómara. Þetta gæti reynst niðurlægjandi lokahnykkur ferils sem litaður var af lagalegum vandamálum.

Þrátt fyrir að vera ekki fyrsti forsetinn í nútímasögu Frakklands sem þarf að svara til saka í réttarsal – forveri hans og pólitískur leiðbeinandi, Jacques Chirac, var dæmdur fyrir fjárdrátt - er hann sá fyrsti til að eiga yfir höfði sér ákæru vegna spillingar.

Málið leiddi þó til þess að Sarkozy varð fyrsti fyrrverandi forseti Frakklands til þess að vera haldið lögreglu vegna yfirheyrslna árið 2014.

Sarkozy barðist heiftarlega í sex ár fyrir því að málinu yrði vísað frá og fordæmdi það sem „hneyksli sem mun heyra sögunni til.“

„Ég er enginn skúrkur“

„Ég er enginn skúrkur,“ sagði hinn 65 ára Sarkozy í viðtali við BFM TV fyrr í þessum mánuði, en baráttugleði hans gerði hann að einum vinsælasta stjórnmálamanni Frakklands.

Saksóknarar segja Sarkozy hefði lofað dómara fínu starfi í Mónakó í skiptum fyrir innherjaupplýsingar í tengslum við aðra rannsókn sem varða fullyrðinga um að hann hefði þegið ólöglegar greiðslur frá L’Oreal erfingjanum, Liliane Bettencourt, á meðan hann gengdi embætti forseta. 

Hluti sönnunargagnanna eru upptökur af símtali á milli Sarkozy og lögfræðings hans, Thierry Herzog, vegna rannsóknar á grunaðri fjármögnunum forsetaframboðs Sarkozy frá Líbýu, árið 2007. Sú rannsókn er enn í gangi, en Sarkozy vann áfangasigur fyrr í þessum þessum mánuði þegar einn af þeim sem hafa sakað hann um ólögmæta atferli dró til baka þá fullyrðingu að Sarkozy hefði afhent milljónir evra í seðlum frá líbýska einræðisherranum, Moamer Kadhafi.

Sarkozy og Herzog héldu því fram að upptökurnar hefðu brotið á trúnaðarsambandi lögfræðings og skjólstæðings en þeim kvörtunum var vísað frá. Vegna ákæra fyrir mútur og misnotkun á stöðu sinni gæti Sarkozy átt yfir höfði sér fangelsisvist í allt að 10 ár og sekt upp á eina milljón evra. Herzog stendur frammi fyrir sömu ákærum ásamt frekari ásökunum um brot á þagnarskyldu.

Búist er við því að réttarhöldin standi til 10. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert