Pútín vill ekki fá bóluefnið strax

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, kátur á svip.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, kátur á svip. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kveðst ekki geta boðið sig fram sem sjálfboðaliða til að þiggja rússneska bóluefnið Sputnik V gegn kórónuveirunni vegna stöðu sinnar sem þjóðarleiðtogi.

Þetta kom fram í máli Dmitrís Peskovs, talsmanns forsetans, í dag.

Pútín greindi frá því í ágúst að dóttir hans hefði verið bólusett með efninu, sem Rússar segja að virki vel í 95% tilvika.

Reiðubúnir að deila

Niðurstaða þess efnis byggist á gögnum eftir prófanir í 42 daga en ekki kemur fram hversu margir prófuðu bóluefnið.

Peskov sagði enn fremur í dag að almenn bólusetning væri ekki hafin í landinu en vonir stæðu til að það yrði jafnvel fyrir áramót.

Pútín greindi frá því fyrr í mánðinum að Rússar væru tilbúnir að deila Sputnik V með öðrum lönd­um. Þannig yrðu skammt­ar send­ir til þeirra landa sem þess óskuðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert