Ríkisstjóri Kaliforníu í sóttkví

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu.
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. AFP

Ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newson, er nú í sóttkví eftir að í ljós kom að börn hans höfðu átt í samskiptum við einstakling sem reyndist smitaður af kórónuveirunni. Einstaklingurinn sem um ræðir er lögreglumaður. 

Ríkisstjórinn greindi frá þessu á Twitter í gær, en þar kemur sömuleiðis fram að enginn úr fjölskyldu hans hafi greinst með veiruna eftir próf. Fjölskyldan muni þrátt fyrir það fara í fjórtán daga sóttkví. 

Útgöngubann í Kaliforníu

Miklar takmarkanir eru nú í Kaliforníu-ríki þar sem veiran hefur verið í veldisvexti. Nýverið var sett á útgöngubann í ríkinu. Íbúar í 41 af 58 sýsl­um Kali­forn­íu mega nú ekki vera á ferli eft­ir klukk­an 22 á kvöld­in og þar til klukk­an 05 á morgn­ana.

Á þessu eru þó ein­hverj­ar und­an­tekn­ing­ar, til að mynda mega veit­ingastaðir bjóða upp á heimsend­ingu eft­ir klukk­an 22 svo eitt­hvað sé nefnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert