Þrjár fjölskyldur geta komið saman um jólin

Jólalegt í London.
Jólalegt í London. AFP

Allt að þrjár fjölskyldur geta komið saman innandyra í Bretlandi um jólin, dagana 23. til 27. desember, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum vegna kórónuveirufaraldursins.

„Jól­in verða ekki hefðbund­in og það er enn lang­ur veg­ur til vors­ins. En við höf­um kom­ist fyr­ir horn og flótta­leiðin er í aug­sýn,“ sagði Boris Johnson forsætisráðherra um helgina.

Greint verður frá aflétt­ingu á ákveðnum sótt­varnaaðgerðum í Bretlandi fljótlega en núverandi  strangar reglur gilda til 2. desember. 

Meðal þess sem verður rýmkað 2. desember er að áhorfendur mega mæta á völlinn í ensku knattspyrnunni. Mest mega 4.000 áhorf­end­ur mæta á leik, en það á aðeins við um leiki sem fara fram á svæðum sem eru ekki skil­greind sem áhættu­svæði af bresk­um stjórn­völd­um.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert