Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa

Michael Flynn.
Michael Flynn. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í dag, á síðustu vikum sínum í embætti, að hann hefði ákveðið að náða Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans. 

Rúm þrjú ár eru síðan Flynn játaði að hafa sagt rann­sak­end­um banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI ósatt um tengsl hans og sam­skipti við rúss­neska ráðamenn, þar á meðal sendi­herra Rúss­lands í Banda­ríkj­un­um. 

Trump greindi frá náðuninni á Twiter-síðu sinni og óskaði þess enn fremur að Flynn myndi eiga góða þakkargjörðarhátíð.

Var 23 daga í starfi

Málið á hendur Flynn var fellt niður eft­ir að fregn­ir bár­ust af því að hann hugðist draga játn­ingu sína til baka. Trump hefur ætíð gagnrýnt rannsóknina harðlega og sagt Flynn sakausan mann.

Flynn var aðeins 23 daga í starfi sínu sem þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Trumps. For­set­inn sagðist á sínum tíma hafa rekið Flynn vegna þess að hann hefði logið að vara­for­set­an­um og FBI um tengsl­in við sendi­herra Rúss­lands.

mbl.is