Trump talar enn um kosningasvindl

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði stuðningsmönnum sínum nú síðdegis að þeir hefðu verk að vinna til að kollvarpa úrslitum bandarísku forsetakosninganna. Trump hélt því fram að kosningunum hefði verið hagrætt til að tryggja Joe Biden sigur.

„Við verðum kollvarpa kosningunum,“ sagði Trump þar sem hann ræddi við stuðningsmenn sína símleiðis í Pennsylvaníu, rúmum þremur vikum eftir kosningarnar þar sem Biden hlaut meirihluta atkvæða.

„Kosn­ing­un­um var hagrætt,“ sagði Trump og bætti við nokkrum frekari samsæriskenningum, samkvæmt frétt AFP, sem dómstólar hafa vísað frá.

mbl.is