Dreifing bóluefna hefst á næstu dögum

Forsetinn skömmu eftir að hann greindi frá því að dreifing …
Forsetinn skömmu eftir að hann greindi frá því að dreifing bóluefni hefjist á næstunni. AFP

Dreifing bóluefna innan Bandaríkjanna mun hefjast í næstu eða þar næstu viku. Frá þessu greindi Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi. Sagði hann að framlínufólk, eldri borgarar og heilbrigðisstarfsmenn fengju fyrstu skammtana. 

„Allur heimurinn þjáist sökum veirunnar, en okkur er að takast að klára þetta. Bóluefnið verður flutt til ríkjanna í næstu viku eða vikunni þar eftir,“ var haft eftir Trump skömmu eftir tilkynninguna. 

Þróunin hefur verið „kraftaverk“

Þá sagðist forsetinn vera mjög ósáttur við hversu lítið hrós hann hefði fengið fyrir hraða þróun bóluefna. Þróunin síðustu mánuði hefði ekki verið neitt annað en „kraftaverk“.

Eftir tólf daga mun bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið koma saman og ræða hvort bóluefni lyfjarisans Pfizer verði veitt öll tilskilin leyfi. Prófanir á efninu hafa sýnt um 90% virkni. Þá hefur virkni bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna sömuleiðis lofað góðu, en nýjustu mælingar benda til 95% virkni. 

mbl.is