Langar raðir við hárgreiðslustofur

Fólk utan við verslanir í morgun. Raðir voru fyrir utan …
Fólk utan við verslanir í morgun. Raðir voru fyrir utan verslanir, sem ekki hafa verið opnar í nær tvo mánuði. AFP

Ákveðnar verslanir sem bjóða upp á „ónauðsynlega“ þjónustu fengu að opna í Frakklandi í dag. Er þetta fyrsta aflétting hafta frá því að mjög harðar reglur tóku gildi í landinu 30. október sl.  Veitingastaðir og skemmtistaðir verða áfram lokaðir en hárgreiðslustofur fá að opna. 

Langar raðir eru nú utan við hárgreiðslustofur í landinu, en nær tveir mánuðir eru liðnir frá því að heimilt var að fara í klippingu. Þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir að fólk bóki tíma á netinu hafa langar raðir myndast víðsvegar um landið. 

Fréttastofa Reuters tók hárgreiðslumann í höfuðborg landsins, París, tali í morgun. Sagði hann að brjálað væri að gera. „Fólk er búið að bíða í margar vikur eftir því að komast í klippingu. Þess utan er stutt í jólin og maður veit aldrei hvenær eða hvort reglur verða hertar að nýju, sagði Remi Thor, hárgreiðslumaður í París. 

Að hárgreiðslustofum undanskildum fengu verslanir sem selja föt, dót og annað sambærilegt að opna. Svörtum föstudegi var frestað um viku í landinu og eru vonir bundnar við að neysla taki vel við sér á verslunardeginum stóra. 

mbl.is