„Langir mánuðir fram undan“

Peter Altmaier, viðskiptaráðherra Þýskalands.
Peter Altmaier, viðskiptaráðherra Þýskalands. AFP

Peter Altmaier, viðskiptaráðherra Þýskalands, segir að harðar aðgerðir kunni að halda áfram til næsta sumars takist ekki að ná stjórn á útbreiðslu veirunnar þar í landi. Þetta kom fram í viðtali Altmaiers við þýska dagblaðið Die Welt. 

Sagði hann ekki hægt að létta takmörkunum meðan það væru hátt í 50 sýkingar á hverja 100 þúsund íbúa í stórum hluta landsins.

„Það eru þrír til fjórir langir mánuðir fram undan. Það er vel mögulegt að aðgerðirnar sem nú eru í gildi verði áfram óbreyttar fyrstu mánuði ársins 2021,“ var haft eftir Altmaier. 

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, herti aðgerðir verulega í landinu á miðvikudag. Skemmtistöðum og veitingastöðum hefur verið gert að skella í lás. Þó eru verslanir áfram opnar og skólar sömuleiðis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert