Eldgos hafið í Indónesíu

Eldfjallið Ili Lewotolok fyrr í dag.
Eldfjallið Ili Lewotolok fyrr í dag. AFP

Eldgos er hafið á eyjunni Lembata í austurhluta Indónesíu. Öskustrókar ná um fjóra kílómetra upp í loftið og hefur samgönguráðuneyti Indónesíu gefið út flugviðvörun og lokað nærliggjandi flugvöllum.

Nærri 2.800 manns í 28 þorpum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín úr hlíðum eldfjallsins, Ili Lewotolok. Enginn hefur þó látist eða slasast, að því er AP-fréttastofan hefur eftir talsmanni almannavarna þar í landi.

Eldfjallið Ili Lewotolok hefur gosið með reglubundnum hætti síðan í október 2017. Fjallið, sem er ríflega 5.400 metra hátt, er nú eitt þriggja eldfjalla í Indónesíu þar sem gos stendur yfir. Hin tvö eru Merapi á eyjunni Jövu og Sinabung á Súmötru.

Alls eru 120 virk eldfjöll í Indónesíu, sem er eitt virkasta elfdjallasvæði heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert