Læknir Maradona grunaður um manndráp af gáleysi

Læknir Maradona hefur verið kærður fyrir vanrækslu, samkvæmt Marca.
Læknir Maradona hefur verið kærður fyrir vanrækslu, samkvæmt Marca. AFP

Ef marka má fréttir Argentínskra dagblaða er læknir Diego Maradona, Leopoldo Luque, grunaður um manndráp af gáleysi. Maradona lést úr hjartaáfalli á miðvikudaginn.

Í frétt Argentínska blaðsins Marca segir að lögreglan hafi gert húsleit á heimili og skrifstofu Luque í dag. Luque, sem var persónulegur læknir Maradona, sé grunaður um vanrækslu í starfi sem hafi leitt til dauða Maradona.

Húsleitin var gerð í kjölfar þess að dætur Maradona kröfðust þess um að fá frekari upplýsingar um andlát föður síns, meðal annars hvaða lyf hann hafi fengið.

Marca greinir frá því að lögð hafi verið fram kæra á hendur Luque og að hann muni þurfa að bera vitni fyrir dómi um síðustu daga Maradona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert