Ákveða sjálf með hvaða kyni þau æfa

Stúlkur í fimleikum.
Stúlkur í fimleikum. AFP

Fimleikasamband Svíþjóðar hefur ákveðið að unglingar megi ákveða sjálfir hvort þeir keppi í stráka- eða stúlknaflokki í íþróttinni. Skiptir þá engu hvort um æfingar eða keppni er að ræða.

Þetta var ákveðið eftir að sambandið „kafaði djúpt í málefni í tengslum við kynvitund og kynhegðun“ í sumar.

„Þessi ákvörðun þýðir, bæði varðandi æfingar og keppni, að þú mátt æfa með hvaða hópi sem þú vilt, sama hvert opinbert kyn þitt er, kynvitund eða hvernig þú tjáir þig,“ sagði í yfirlýsingu frá sambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert