Lokuðu tæplega 22 þúsund vefsíðum

Verkefnið ber heitið In Our Sites (IOS) og hófst fyrir …
Verkefnið ber heitið In Our Sites (IOS) og hófst fyrir sex árum. AFP

Europol í samvinnu við 26 ríki Evrópusambandsins hefur lokað 21.910 vefsíðum þar sem falsaður varningur var til sölu. Lagt hefur verið hald á varning að verðmæti 2,5 milljónir evra, jafnvirði tæpra 400 milljóna íslenskra króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að meðal annars hafi verið hald lagt á lyf en mest hafi verið um að ræða ólöglegar streymisveitur fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti og tónlist.

Verkefnið ber heitið In Our Sites (IOS) og hófst fyrir sex árum. Markmið þess er að gera veraldarvefinn öruggari fyrir almenning.

mbl.is