Sjálfsvíg skæðari en veiran í Japan

Sótthreinsun á skápahótelinu Anshin Oyado Shinjuku í Tókýó en þar …
Sótthreinsun á skápahótelinu Anshin Oyado Shinjuku í Tókýó en þar hafa smitaðir af kórónuveirunni setið í sóttkví.

Glímt er við alvarlega kreppu af völdum andlegra sjúkdóma í Japan samhliða kórónuveirufaraldrinum. Er nú svo komið að sjálfsvíg kosta fleiri manns lífið en veiran.

Er nú svo komið, að í októbermánuði einum létust fleiri af völdum sjálfsvíga en af völdum Covid-19 allt árið. Vígin voru 2.153 í mánuðinum og rúmlega 17.000 allt árið en til samanburðar hefur kórónuveiran kostað rétt innan við 2.000 lífið, að sögn CBS-sjónvarpsins.
 
Sérfræðingar segja veirufaraldurinn hafa aukið á vanda af völdum andlegra sjúkdóma vegna langvarandi innilokunar fólks í stríðinu við kórónuveiruna, einangrunar frá fjölskyldum, atvinnuleysis og ringulreiðar í menntamálum.

„Við þurfum að takast á við raunveruleikann af alvöru,“ sagði talsmaður forsætisráherrans, Katsunobu Kato, er kynnti nýjar leiðir til að hjálpa andlega veikum með neyðarlínum tli að hringja í og félagslegum ráðstöfunum.

Sögulega séð hefur tíðni sjálfsvíga verið há í Japan en þróunin var byrjuð að snúast í átt til samdráttar er kórónuveiruvandinn sagði til sín.

mbl.is