Tilnefnir Yellen sem fjármálaráðherra

Janet Yellen heldur ræðu árið 2017.
Janet Yellen heldur ræðu árið 2017. AFP

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Janet Yellen sem næsta fjármálaráðherra landsins.

„Janet Yellen er tilnefnd til að gegna embætti fjármálaráðherra. Ef hún verður samþykkt í embættið verður hún fyrsta konan til að stjórna fjármálaráðuneytinu í 231 árs sögu þess,“ sagði í yfirlýsingu frá teymi Bidens.

Yellen hefur áður starfað sem seðlabankastjóri Bandaríkjanna.

Joe Biden.
Joe Biden. AFP
mbl.is