Fimm látnir í Trier

Kveikt var á kertum í kvöld fyrir utan Porta Nigra …
Kveikt var á kertum í kvöld fyrir utan Porta Nigra í Trier eftir árásina. AFP

Fjöldi látinna er nú orðinn fimm eftir að maður ók á fólk í göngugötu í þýska bænum Trier í dag. 

Níu mánaða barn er meðal látinna, einnig létust tvær konur, 25 og 73 ára, og 45 ára maður. Ekki er vitað um aldur þess fimmta sem lést. Fimmtán eru slasaðir eftir árásina, sumir alvarlega.

Árásamaðurinn, 51 árs Trier-búi, var handtekinn innan fjögurra mínútna frá því lögregla mætti á svæðið. Der Spiegel segir manninn hafa verið drukkinn þegar árásin átti sér stað og sjúkrasaga mannsins gefi til kynna að hann glími við geðræn vandamál. Samkvæmt frásögn lögreglu í Trier er Spiegel greinir frá hafði maðurinn dvalið undanfarna daga í bílnum sínum í stað heimilis síns.

Yfirvöld í Trier telja árásina ekki tengda pólitískum eða trúarlegum hvötum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert