Kínversk yfirvöld vissu meira en þau gáfu upp

Heilbrigðisstarfsmaður á gjörgæslu sinnir sjúklingi sem er veikur af Covid.
Heilbrigðisstarfsmaður á gjörgæslu sinnir sjúklingi sem er veikur af Covid. AFP

Í trúnaðargögnum heilbrigðisyfirvalda í kínverska héraðinu Hubei þar sem kórónuveiran kom fyrst upp kemur í ljós að alls hafi 5.918 tilfelli kórónuveiru greinst í héraðinu þann 10. febrúar en það er tvöfalt meira en yfirvöld gáfu út opinberlega á þeim tíma. Uppgötvunin er á meðal fleiri atriða sem CNN svipti hulunni af í dag og varða misbresti í meðhöndlun Kína á faraldrinum. 

CNN sagði í dag frá 117 blaðsíðum af skjölum sem lekið var til fréttastofunnar. Skjölin mynda stærsta leka frá Kína síðan faraldurinn hófst og greina heildrænt frá því hvað yfirvöld vissu um faraldurinn og hvenær þau vissu það. 

Í skjölunum kemur m.a. fram að það tók kínverska kerfið að meðaltali 23 daga að greina smitaða og mistök við sýnatöku gerðu það að verkum að flestir fengu neikvæða niðurstöðu til 10. janúar. 

Óskilgreind flensa á sama tíma

Skjölin greina einnig frá því að óskilgreind flensa hafi brotist út í Hubei héraði í Kína snemma í desember, á sama tíma og kórónuveiran var farin að láta á sér bera. Wuhan, borgin þar sem kórónuveiran greindist fyrst, er höfuðborg Hubei. 

Ekkert er að finna í skjölunum um að yfirvöld í Kína hafi með ásetningi haldið upplýsingum um faraldurinn frá almenningi en skjölin sýna  samt sem áður fram á fram á að Kína hafi gert lítið úr faraldrinum til að byrja með. Því hafa yfirvöld í Kína alltaf neitað staðfastlega. Af skjölunum að dæma vissu yfirvöld mun meira en þau kusu að deila með almenningi. 

Umfjöllun CNN í heild sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert