Allt að 40% óviss um bóluefni

Norðmenn kalla eftir frekari upplýsingum um bóluefni sem kynnt hafa …
Norðmenn kalla eftir frekari upplýsingum um bóluefni sem kynnt hafa verið. AFP

Allt að 40% Norðmanna eru óákveðin um það hvort þeir hyggist þiggja bóluefni gegn Covid-19 þegar það mun standa til boða. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmd var fyrir hönd Lýðheilsustofnunar Noregs.

„Niðurstöðurnar sýna að á bilinu 30-40% fólks vilja bíða til að sjá hvort bóluefnið sé í lagi. Það kallar eftir frekari upplýsingum um bóluefnið og þær mun það fá,“ er haft eftir Preben Aavitsland, lækni á vegum stofnunarinnar.

Fram kemur að niðurstöðurnar séu í samræmi við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið frá því fregnir af bóluefni bárust. Í einni þeirra kom fram að 68% landsmanna hyggist sjálfir þiggja bóluefni sem og að þeir séu reiðubúnir að heimila nánustu skyldmennum að fá bóluefni.

Líkt og á Íslandi er búist við því að spurn eftir bóluefni, þegar það verður tiltækt, verði engu að síður langt umfram framboð vel fram eftir næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert