Trump: Sjáumst eftir fjögur ár

Ætla má að Trump hyggist bjóða sig fram að nýju.
Ætla má að Trump hyggist bjóða sig fram að nýju. AFP

„Við erum að reyna að við önnur fjögur ár, annars sjáumst við eftir fjögur ár,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði gesti í hátíðarmóttöku í tilefni jóla í Hvíta húsinu.

Fáum dylst að með orðum sínum sé hann að vísa til þess að hann muni bjóða sig fram að nýju til forseta Bandaríkjanna eftir fjögur ár.

Þá þykir vekja athygli að Trump sé óbeint sé að gefa upp á bátinn að málarekstur framboðs hans muni skila tilætluðum árangri um fjögur embættisár til viðbótar að sinni. Þó Trump hafi enn ekki viðurkennt opinberlega ósigur sinn hefur hann þó ekki staðið í vegi fyrir því ferli að Joe Biden muni taka við sem forseti.

Eins þykir vekja athygli að viðstaddir stóðu þétt saman og voru margir grímulausir. Þá má heyra hósta á myndbandinu.

 Heimild: The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert